Starfsmaður kosninganna í felum eftir að hafa krumpað saman blað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 14:05 Vinnsla kjörseðla í Fulton-sýslu í Georgíu. Hvorugur starfsmannanna á myndinni er sá sem fjallað er um í fréttinni. Jessica McGowan/Getty Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira