Trump viðurkennir ekki ósigur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 18:09 Trump er að öllum líkindum á útleið, hvort sem honum líkar það betur eða verr. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33