Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 20:20 Donald Trump yfirgefur golfvöllinn síðdegis í dag, en hann var einmitt í miðjum golfleik þegar stærstu fjölmiðlarnir vestanhafs lýstu yfir sigri Joe Biden. AP/Steve Helber Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21