Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi Traustason og Anders Christiansen, fyrirliði Malmo FF. Getty/Lars Dareberg Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira