Albanía nefnd sem mögulegur leikstaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 20:16 Úr leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli. Vísir/Hulda Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31
Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01