Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 22:12 Bossie greindist með kórónuveiruna á föstudaginn. Darren McCollester/Getty David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22