Er biðinni eftir réttlæti lokið? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:01 Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun