Orð í tæka tíð Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun