Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 19:17 Pompeo ræddi við fréttamenn í utanríkisráðuneytinu í dag. Hann sagði þar að ný ríkisstjórn Trump tæki við í janúar þrátt fyrir að Joe Biden hefði unnið sigur í forsetakosningunum. AP/Jacquelyn Martin Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Biden var lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í fjölmiðlum á laugardag eftir að ljóst var að hann hefði unnið meirihluta kjörmanna í lykilríkjunum Pennsylvaníu og Nevada. Talning stendur enn yfir í nokkrum ríkjum og verða úrslit kosninganna ekki staðfest formlega strax. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Þess í stað heldur hann fram stoðlausum ásökunum um stórfelld kosningasvik sem hafi kostað hann öruggan sigur. Ýmsir leiðandi repúblikanar hafa tekið undir þær ásakanir og neitað að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum síðustu daga. Halda þeir því fram að kosningunum sé ekki lokið því Trump eigi enn eftir að láta reyna á úrslitin fyrir dómstólum. Engar vísbendingar eða sannanir hafa komið fram um stórfelld kosningasvik og nokkrum dómsmálum framboðs Trump hefur þegar verið vísað frá. Pompeo var spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi á fréttamannafundi í dag. „Það verða hnökralaus valdaskipti til nýrrar Trump-ríkisstjórnar,“ sagði utanríkisráðherrann þrátt fyrir að Trump hafi beðið ósigur í forsetakosningunum. .@SecPompeo: "There will be a smooth transition to a second Trump administration."Full video here: https://t.co/6Rou91HQxv pic.twitter.com/MU9Gp2QWnq— CSPAN (@cspan) November 10, 2020 Endurómaði Pompeo fullyrðingar Trump að aðeins mætti telja „lögleg atkvæði“. Benti hann á að árið 2000 hafi það tekið meira en 37 daga að fá niðurstöðu um endanlegan sigurvegara kosninganna. Þá munaði aftur á móti aðeins nokkur hundruð atkvæðum á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og Al Gore, frambjóðanda demókrata, í Flórída. Í kosningunum nú er munurinn á Trump og Biden að líkindum hundruð þúsundir atkvæða í nokkrum ríkjum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á lýðræði á erlendri grundu og hvatt ráðamenn annars staðar til þess að viðurkenna úrslit lýðræðislega kosninga. Pompeo brást ergilega við spurningu um hvort að viðbrögð Trump-stjórnarinnar við ósigrinum græfi undan málflutningi ráðuneytisins erlendis. „Það er fáránleg spurning og þú ert fáránlegur fyrir að spyrja hennar,“ sagði ráðherrann byrstur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent