Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 08:50 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem í daglegu tali kallast Pentagon. AP/Charles Dharapak Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. Aðrir háttsettir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar aðgerða Trump. Eftir að Trump rak Esper skipaði hann Christopher Miller sem starfandi ráðherra, svo tilnefning hans þurfi ekki staðfestingu þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir sem þykja dyggir stuðningsmenn forsetans og hafa komið sér fyrir í ráðuneytinu eru Kash Patel og Cohen-Watnick. Þeir störfuðu báðir áður í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Patel starfaði lengi fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem einnig er mikill stuðningsmaður Trump, og hefur tekið virkan þátt í viðleitni Hvíta hússins til að grafa undan niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Cohen-Watnik starfaði lengi náið með fyrrverandi herforingjanum Michael Flynn, sem var áður þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Flynn var rekinn eftir skamma veru í starfi þegar í ljós kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur. Þegar H.R. McMaster tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi reyndi hann að reka Cohen-Watnick en Trump er sagður hafa komið í veg fyrir það. Meðal þeirra er einnig Anthony Tata, fyrrverandi herforingi og reglulegur gestur Fox News. Hann hafði áður verið tilnefndur í stöðu aðstoðarráðherra af Trump en um er að ræða þriðju æðstu stöðu varnarmálaráðuneytisins. Öldungadeildin, sem stjórnað er af Repúblikönum tók tilnefningu hans þó ekki fyrir á fundi eftir að tíst þar sem hann kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, hryðjuverkaleiðtoga, múslima og kallaði hann njósnara, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur hann verið skipaður í þessa sömu stöðu af Trump, sem fór alfarið fram hjá þinginu. Aðgerðir Trump í varnarmálaráðuneytinu hafa valdið þingmönnum áhyggjum af því að þær geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þingmaðurinn Adam Smith, sem stýrir hermálanefnd fulltrúadeildarinnar, sagði að næstu 70 dagar gætu orðið hættulegir, ef Trump haldi áfram að bola embættismönnum úr varnarmálaráðuneytinu og koma fyrir eigin fólki sem hann telur hliðhollt sér. Samkvæmt Politico hafa þingmenn áhyggjur af því að Trump hafi sópað í burtu þeim sem gætu staðið í vegi fljótfærra ákvarðana hans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. Aðrir háttsettir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar aðgerða Trump. Eftir að Trump rak Esper skipaði hann Christopher Miller sem starfandi ráðherra, svo tilnefning hans þurfi ekki staðfestingu þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir sem þykja dyggir stuðningsmenn forsetans og hafa komið sér fyrir í ráðuneytinu eru Kash Patel og Cohen-Watnick. Þeir störfuðu báðir áður í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Patel starfaði lengi fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem einnig er mikill stuðningsmaður Trump, og hefur tekið virkan þátt í viðleitni Hvíta hússins til að grafa undan niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Cohen-Watnik starfaði lengi náið með fyrrverandi herforingjanum Michael Flynn, sem var áður þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Flynn var rekinn eftir skamma veru í starfi þegar í ljós kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur. Þegar H.R. McMaster tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi reyndi hann að reka Cohen-Watnick en Trump er sagður hafa komið í veg fyrir það. Meðal þeirra er einnig Anthony Tata, fyrrverandi herforingi og reglulegur gestur Fox News. Hann hafði áður verið tilnefndur í stöðu aðstoðarráðherra af Trump en um er að ræða þriðju æðstu stöðu varnarmálaráðuneytisins. Öldungadeildin, sem stjórnað er af Repúblikönum tók tilnefningu hans þó ekki fyrir á fundi eftir að tíst þar sem hann kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, hryðjuverkaleiðtoga, múslima og kallaði hann njósnara, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur hann verið skipaður í þessa sömu stöðu af Trump, sem fór alfarið fram hjá þinginu. Aðgerðir Trump í varnarmálaráðuneytinu hafa valdið þingmönnum áhyggjum af því að þær geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þingmaðurinn Adam Smith, sem stýrir hermálanefnd fulltrúadeildarinnar, sagði að næstu 70 dagar gætu orðið hættulegir, ef Trump haldi áfram að bola embættismönnum úr varnarmálaráðuneytinu og koma fyrir eigin fólki sem hann telur hliðhollt sér. Samkvæmt Politico hafa þingmenn áhyggjur af því að Trump hafi sópað í burtu þeim sem gætu staðið í vegi fljótfærra ákvarðana hans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00