Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. nóvember 2020 09:05 Rúmlega 62 þúsund manns liggja nú inni á bandarískum sjúkrahúsum vegna Covid-19 Alex Edelman/Getty Images Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þar segir að sú bylgja sem nú gangi yfir virðist vera enn stærri en þær sem komu í vor og í sumar en þó eru vísbendingar um að það gangi betur að eiga við veiruna í þessari bylgju. Ný smit í landinu hafa síðustu daga verið vel yfir hundrað þúsund á degi hverjum og nú liggja tæplega 62 þúsund manns á spítala með Covid-19. Í fjölda ríkja féllu met í gær í nýsmitum, í Illinois greindust rúmlega 12.600 smit, í Texas voru þau 10.800 og rúmlega 7 þúsund í Wisconsin. Ýmis jákvæð merki á lofti Þó óttast menn að dauðsföll af völdum veirunnar séu á uppleið að nýju þótt þau hafi ekki náð toppnum sem í apríl, þegar um 2200 manns létu lífið á degi hverjum. Læknum virðist þó ganga betur að meðhöndla fólk með veiruna nú en áður, það er að segja að þeir sem leggja þarf inn á gjörgæslu nú virðast eiga betri möguleika á að ná sér. Þá hafa jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis einnig vakið mönnum von í brjósti um að hægt verði að ná tökum á faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þar segir að sú bylgja sem nú gangi yfir virðist vera enn stærri en þær sem komu í vor og í sumar en þó eru vísbendingar um að það gangi betur að eiga við veiruna í þessari bylgju. Ný smit í landinu hafa síðustu daga verið vel yfir hundrað þúsund á degi hverjum og nú liggja tæplega 62 þúsund manns á spítala með Covid-19. Í fjölda ríkja féllu met í gær í nýsmitum, í Illinois greindust rúmlega 12.600 smit, í Texas voru þau 10.800 og rúmlega 7 þúsund í Wisconsin. Ýmis jákvæð merki á lofti Þó óttast menn að dauðsföll af völdum veirunnar séu á uppleið að nýju þótt þau hafi ekki náð toppnum sem í apríl, þegar um 2200 manns létu lífið á degi hverjum. Læknum virðist þó ganga betur að meðhöndla fólk með veiruna nú en áður, það er að segja að þeir sem leggja þarf inn á gjörgæslu nú virðast eiga betri möguleika á að ná sér. Þá hafa jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis einnig vakið mönnum von í brjósti um að hægt verði að ná tökum á faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira