„Þessi tilraun er búin að sigla upp á sker, þetta mistókst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:50 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist eiga von á átökum í þingsal um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að tilraun forsætisráðherra til að ná þverpólitískri sátt um tilteknar breytingar á stjórnarskrá hafa mistekist. Hann eigi von á miklum átökum á þinginu um frumvörp forsætisráðherra þar að lútandi. Forsætisráðherra segir tímabært að umræða um stjórnarskrárbreytingar færist inn í þingsal þar sem hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Katrín Jakobsdóttir fundaði í gær með formönnum annarra flokka á Alþingi um þau frumvörp sem hún hyggst leggja fyrir þingið á næstunni sem fjalla um breytingar á stjórnarskrá. „Ég held það hafi verið nokkuð ljóst á þeim fundi að þessi tilraun er búin að sigla upp á sker. Þetta mistókst. Við náum ekki neinni breiðri sátt um þessi mál. Forsætisráðherra boðaði að hún myndi sjálf leggja fram eitthvað af þessum málum fyrir þingið. Sumt af þessu getur tekið breytingum og þá nálgumst við þetta auðvitað bara út frá því hvort að þetta lagist,“ segir Logi. „Síðan eru önnur ákvæði sem að eru auðvitað bara mjög mikill ágreiningur um og verður auðvitað bara stál í stál í þinginu. Ég nefni auðlindamálið þar sem að ekki er skilyrð tímabinding á nýtingarheimildum og ekki nógu fast kveðið á um að þjóðin fái réttlátan arð af auðlindunum.“ Einkum af þeim sökum búist hann við miklum átökum á þinginu. „Ég held að það verði nokkuð mikið, vægast sagt.“ Sér ekki fyrir sér að þingmenn Samfylkingar verði meðflutningsmenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun vera meðflutningsmaður að þremur af fjórum frumvörpum forsætisráðherra að því er Rúv greindi frá í gær. Logi segist ekki vita hvort forsætisráðherra sé í leit að fleiri meðflutningsmönnum. „Ég veit það ekki, það verður að spyrja hana, en ég held að við munum ekki vera meðflutningsmenn að þessum málum. Það verður að koma í ljós í meðförum þingsins hvernig málin breytast, hvort við munum styðja eitthvað af þessu í vor en það vatnar allt of mikið á milli í sumum frumvörpunum þannig að ég sjái að það takist,“ segir Logi. Svo gæti þó alveg eins farið að Samfylkingin styðji ekkert af þeim frumvörpum. „Það gæti alveg gerst. Það eru reyndar þarna mál eins og varðandi íslenska tungu sem að við getum alveg verið sátt við og erum það og auðvitað munum við greiða því atkvæði okkar en svo er flóknara um önnur mál,“ segir Logi. Þá þyki honum einnig áhugavert eitt af þeim málum sem hafi staðið til að taka fyrir í þessari lotu en ekki varð af. „Skýrt framsalsákvæði varðandi alþjóðasamstarf og annað slíkt og það miðaði ekkert í þeirri vinnu og það er mjög mjög bagalegt í þeim heimi sem við lifum í núna að við náum ekki að klára slíkt mál,“ segir Logi. Hann hefði helst viljað að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá vinnu stjórnlagaráðs. „Við hefðum auðvitað bara viljað sjá það að þráðurinn hefði verið tekinn upp frá 2013 og það hefði verið unnið á grundvelli þeirra tillagna sem komu frá stjórnlagaráði á sínum tíma. Það er okkar hjartansmál,“ segir Logi. Formenn flokka fundað 25 sinnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta svo á að farið hafi fram mikil og vönduð vinna á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga sem hún hyggst leggja til með frumvörpunum fjórum. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati. „Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ segir Katrín. „Nú hafa formenn allra flokka á Alþingi fundað 25 sinnum á þessu kjörtímabili um stjórnarskrárbreytingar og ég tel um margt að þessir fundir hafi verið góðir, ég tel að vinnan sem hafi verið unnin sé vönduð og góð en ég tel líka mikilvægt að málið fari núna inn í sali Alþingis þar sem við eigum þessa umræðu fyrir opnum tjöldum,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira