Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 10:08 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í morgun. AP/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka. Ástralía Afganistan Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka.
Ástralía Afganistan Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira