Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 19:54 Alex Acosta var alríkissaksóknari á Flórída þegar embætti hans gerði umdeilda sátt sem batt enda á rannsókn á meintu mansali og kynferðisbrotum Epstein þar fyrir tólf árum. Hann sagði af sér sem vinnumálaráðherra vegna málsins í fyrra. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01