Brúin brast í beinni útsendingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 21:10 Stór bútur úr Hiddenite-brúnni í Norður-Karólínu hrundi í vatnavöxtunum. Skjáskot/Fox 46 Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar. Amber Roberts, fréttakona Fox 46-sjónvarpsstöðvarinnar, var að segja frá flóði við Hiddenite-brúna í Alexander-sýslu þegar bútur úr brúnni hrundi rétt við fætur hennar. Náði hún og tökumaður að koma sér undan. „Við erum að bakka, við erum að bakka! Við sáum veginn hrynja hér í beinni sjónvarpsútsendingu, sama veg og við stóðum á fyrir örfáum sekúndum!“ heyrist Roberts segja sem var greinilega brugðið. NERVES OF STEEL! God bless this crew who held it together as the bridge they were on collapsed into rushing floodwaters. @AmberFOX46 was reporting LIVE on dangerous conditions in NC. So glad they're all ok. 📹: @FOX46News MORE: https://t.co/0BugE75ZsX @RexChapman @fox5dc pic.twitter.com/quboEW6RZB— angie goff (@OhMyGOFF) November 12, 2020 Fimm eru taldir af í flóðunum í Norður-Karólínu, þar á meðal ellefu ára gamalt barn sem fannst látið nálægt Raleigh, að sögn Weather Channel. Viðbragðslið hefur þurft að bjarga fjölda manns sem hefur lent í sjálfheldu vegna vatnavaxtanna. Eta hefur einnig valdið usla á Flórída þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Þar hefur gert úrhellisúrkomu. Bandaríkin Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar. Amber Roberts, fréttakona Fox 46-sjónvarpsstöðvarinnar, var að segja frá flóði við Hiddenite-brúna í Alexander-sýslu þegar bútur úr brúnni hrundi rétt við fætur hennar. Náði hún og tökumaður að koma sér undan. „Við erum að bakka, við erum að bakka! Við sáum veginn hrynja hér í beinni sjónvarpsútsendingu, sama veg og við stóðum á fyrir örfáum sekúndum!“ heyrist Roberts segja sem var greinilega brugðið. NERVES OF STEEL! God bless this crew who held it together as the bridge they were on collapsed into rushing floodwaters. @AmberFOX46 was reporting LIVE on dangerous conditions in NC. So glad they're all ok. 📹: @FOX46News MORE: https://t.co/0BugE75ZsX @RexChapman @fox5dc pic.twitter.com/quboEW6RZB— angie goff (@OhMyGOFF) November 12, 2020 Fimm eru taldir af í flóðunum í Norður-Karólínu, þar á meðal ellefu ára gamalt barn sem fannst látið nálægt Raleigh, að sögn Weather Channel. Viðbragðslið hefur þurft að bjarga fjölda manns sem hefur lent í sjálfheldu vegna vatnavaxtanna. Eta hefur einnig valdið usla á Flórída þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Þar hefur gert úrhellisúrkomu.
Bandaríkin Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira