Liverpool maðurinn endaði 30 ára og 23 ára bið á sama árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 15:41 Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu fagna hér EM-sætinu í Belgrad í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira