Ríkisstjórnin saman í kosningabaráttu? Björn Leví Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2020 11:16 Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun