Liverpool þarf líklega atkvæði frá sex öðrum félögum til að fá titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool horfa mögulega fram á það að liðið missi af enska meistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Getty/Alex Livesey Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira