Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar María Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:29 Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun