Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 23:31 Jared Kushner hefur verið prímus mótor í baráttu Trump um að halda Hvíta húsinu. epa/Jim Lo Scalzo „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira