Góðkunningi íslenska landsliðsins frá Eurobasket er á leið til LA Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 16:00 Dennis Schröder í leiknum á móti Íslandi á Eurobasket í Berlín haustið 2015. EPA/LUKAS SCHULZE NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum. NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum.
NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum