Tekjutengdar sóttvarnarbætur Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2020 14:00 Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun