Nú vill Bayern München líka fá Íslandsbanann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 14:30 Dominik Szoboszlai fagnar hér sigurmarki sínu á móti Íslandi. Getty/Laszlo Szirtesi Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus. EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus.
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira