Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Árangur íslensku landsliðanna í fótbolta á síðustu árum hefur eflaust mikið um það að segja hve margir stunda íþróttina hér á landi. vísir/vilhelm Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ. Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ.
Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira