Er sagður hafa krafið Trump um 2,7 milljónir á dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2020 21:44 Rudy Giuliani hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Trump en hann er greinilega ekki ókeypis. Vísir/EPA Rudolph W. Giuliani, sem hefur leitt tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið, fór fram á að fá greitt fyrir sem samsvarar 2,7 milljónum króna á dag. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir nokkrum heimildamönnum. Krafan fór fyrir brjóstið á einhverjum aðstoðarmanna og ráðgjafa Trump sem sögðu þvert nei en ekki hefur fengist uppgefið hver lendingin varð. Ef Giuliani hefði fengið ósk sína uppfyllta hefði hann orðið best launaði lögmaður... ja, veraldar, segir New York Times. Eftir á að hyggja vaknar sú spurning hvort borgarstjórinn fyrrverandi sé upphæðarinnar virði, þar sem málarekstur Trump-liða hefur ekki skilað tilskyldum árangri. Hefur flestum krafa þeirra verið vísað frá dómi. Haft var samband við Giuliani, sem þverneitaði að hafa krafist svo mikils. „Ég bað aldrei um 20 þúsund dali,“ sagði hann og bætti við að hann fengi ekki greitt fyrr en málið hefði verið leitt til lykta. „Samkomulagið er að við finnum út úr þessu eftir á. Sá sem hefði nefnt upphæðina við blaðamenn væri „algjör lygari“. Giuliani hefur í mörg ár verið persónulegur lögmaður Trump. Kosningateymi forsetans svaraði ekki fyrirspurnum um málið. Umfjöllun New York Times. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Rudolph W. Giuliani, sem hefur leitt tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið, fór fram á að fá greitt fyrir sem samsvarar 2,7 milljónum króna á dag. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir nokkrum heimildamönnum. Krafan fór fyrir brjóstið á einhverjum aðstoðarmanna og ráðgjafa Trump sem sögðu þvert nei en ekki hefur fengist uppgefið hver lendingin varð. Ef Giuliani hefði fengið ósk sína uppfyllta hefði hann orðið best launaði lögmaður... ja, veraldar, segir New York Times. Eftir á að hyggja vaknar sú spurning hvort borgarstjórinn fyrrverandi sé upphæðarinnar virði, þar sem málarekstur Trump-liða hefur ekki skilað tilskyldum árangri. Hefur flestum krafa þeirra verið vísað frá dómi. Haft var samband við Giuliani, sem þverneitaði að hafa krafist svo mikils. „Ég bað aldrei um 20 þúsund dali,“ sagði hann og bætti við að hann fengi ekki greitt fyrr en málið hefði verið leitt til lykta. „Samkomulagið er að við finnum út úr þessu eftir á. Sá sem hefði nefnt upphæðina við blaðamenn væri „algjör lygari“. Giuliani hefur í mörg ár verið persónulegur lögmaður Trump. Kosningateymi forsetans svaraði ekki fyrirspurnum um málið. Umfjöllun New York Times.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira