Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 07:31 Jón Axel Guðmundsson átti flottan háskólaferil með Davidson Wildcats. Getty/Mark LoMoglio Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira