Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. nóvember 2020 11:32 Niðurstöður tilrauna á öðru stigi benda til þess að bóluefni Oxford og AstraZeneca virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. EPA/BIONTECH SE Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. Niðurstöðurnar eru byggðar á öðru stigi tilrauna með bóluefnið en nú standa yfir mun umfangsmeiri tilraunir á þriðja og síðasta stigi. Þessar niðurstöður benda til þess að bóluefnið virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. Á síðustu vikum hafa sömuleiðis borist jákvæðar fréttir af bóluefnum sem bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna þróa. Þau hafa verið sögð veita um 95 prósenta vernd gegn veirunni. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Bretlandsstjórn hefur pantað mun meira af Oxford-bóluefninu en nokkru öðru. Hundrað milljónir skammta, samanborið við fjörutíu milljónir frá Pfizer og fimm milljónir frá Moderna. Andrew Pollard, sem leiðir rannsókn Oxford-háskóla, sagðist himinlifandi í samtali við breska ríkisútvarpið. Þá sagðist hann búast við því að birta sams konar tölur og Pfizer og Moderna hafa gert fyrir jól. Ísland fær aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. Niðurstöðurnar eru byggðar á öðru stigi tilrauna með bóluefnið en nú standa yfir mun umfangsmeiri tilraunir á þriðja og síðasta stigi. Þessar niðurstöður benda til þess að bóluefnið virki og geti verndað þá sem eru í helstu áhættuhópum. Á síðustu vikum hafa sömuleiðis borist jákvæðar fréttir af bóluefnum sem bandarísku fyrirtækin Pfizer og Moderna þróa. Þau hafa verið sögð veita um 95 prósenta vernd gegn veirunni. Bóluefni Sputnik í Rússlandi var sagt veita álíka mikla vernd en samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru skiptar skoðanir um áreiðanleika niðurstaðna Rússanna. Það sem skilur Oxford-bóluefnið að frá hinum er hins vegar það að ekki þarf að geyma efnið í miklu frosti. Því gæti orðið auðveldara að dreifa því til fólks. Bretlandsstjórn hefur pantað mun meira af Oxford-bóluefninu en nokkru öðru. Hundrað milljónir skammta, samanborið við fjörutíu milljónir frá Pfizer og fimm milljónir frá Moderna. Andrew Pollard, sem leiðir rannsókn Oxford-háskóla, sagðist himinlifandi í samtali við breska ríkisútvarpið. Þá sagðist hann búast við því að birta sams konar tölur og Pfizer og Moderna hafa gert fyrir jól. Ísland fær aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið sem hefur þegar samið við nokkur fyrirtæki, meðal annars Pfizer og AstraZeneca, sem framleiðir Oxford-bóluefnið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“