Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:34 Hæstiréttur mat það svo að Ívar Örn hafi ekki fært sannanir fyrir því að orsök hjartastoppsins sem hann fór í við handtöku hafi verið handtakan sjálf. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira