Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 10:17 Ivanka Trump var einn stjórnenda Trump-fyrirtækisins sem greiddi öðru fyrirtæki hennar fyrir ráðgjafarstörf. Trump-fyrirtækið lækkaði skattbyrði sína með því að afskrifa ráðgjafargreiðslurnar sem rekstrarkostnað. Vísir/Getty Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. Umdæmissaksóknari á Manhattan stýrir sakamálarannsókn og dómsmálaráðherra New York-ríkis einkamálarannsókn á meintum fjársvikum Trump og fyrirtækis hans, að sögn New York Times. Þær fara fram óháðar hvor annarri en bæði embætti hafa stefnt Trump-fyrirtækinu um gögn sem tengjast greiðslum til ráðgjafarfyrirtækja á undanförnum vikum. Upplýsingar úr skattskýrslum Trump sem New York Times birti nýlega leiddu í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt í fleiri ár þar sem hann hefur getað afskrifað taprekstur fyrirtækisins. Þannig gat Trump til dæmis lækkað skattbyrði sína með því að afskrifa greiðslur upp á um 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, til ónefndra ráðgjafa sem rekstrarkostnað við fjölda verkefna fyrirtækisins á milli áranna 2010 og 2018. Ivanka Trump virðist hafa þegið meira en 747.000 dollara, jafnvirði tæpra 102 milljóna íslenskra króna, frá Trump-fyrirtækinu í gegnum ráðgjafarfyrirtæki í hennar nafni. Trump-fyrirtækið afskrifaði jafnháa upphæð vegna ráðgjafarkostnaðar við hótelframkvæmdir á Havaí og Vancouver í Kanada. Hún var á meðal stjórnenda Trump-fyrirtækisins á sama tíma og hún þáði ráðgjafargreiðslurnar. New York Times segir að bandarísk skattayfirvöld krefjist þess vanalega að ráðgjafargreiðslur byggist á markaðslegum forsendum og að þær séu nauðsynlegar fyrir rekstur fyrirtækis. Grunsemdir eru sagðar um að ráðgjafargreiðslurnar hafi verið leið til nýta launagreiðslur til barna Trump til draga úr skattbyrði eða forðast að þurfa að greiða skatt af tilfærslu eigna til barnanna. New York Times hefur áður sagt frá því að Trump-fjölskyldan hafi komið sér undan því að greiða erfðafjárskatt þegar auðæfi foreldra forsetans voru færð til barna þeirra á sínum tíma með vafasömum hætti. Sló úr og í um eignir sínar eftir hentugleika Alan Garten, lögmaður Trump-fyrirtækisins, fullyrðir að rannsóknirnar séu lítið annað en „veiðiferð“ sem sé ætlað að áreita fyrirtækið. Það hafi farið að lögum í einu og öllu. Trump hefur fram að þessu náð að tefja rannsókn saksóknarans í New York með því að reyna að koma í veg fyrir að hann fái skattskýrslur hans afhentar á þeim forsendum að hann sé forseti. Málið kemur brátt fyrir hæstarétt í annað skiptið. Trump lætur af embætti 20. janúar. Rannsókn dómsmálaráðherrans í New York beinist einnig að starfsemi Trump-fyrirtækisins. Hún hófst eftir að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, greindi frá því að forsetinn hefði sem fasteignamógúll í New York ýkt eignir sínar á lánaumsóknum en gert minna úr þeim en efni stóðu til til að draga úr skattbyrði sinni. Eric Trump, einn sona forsetans og stjórnenda fyrirtækisins, gaf skýrslu í rannsókn dómsmálaráðherrans í síðasta mánuði. Letitia James, dómsmálaráðherrann, getur vísað málinu til sakamálarannsóknar eða óskað eftir heimild frá ríkisstjóra eða fjármálastjóra New York til þess að gefa sjálf út ákærur. Ivanka Trump brást hart við fréttum af rannsóknunum á Twitter í dag og fullyrti að þær væru „áreitni“ demókrata í New York sem ætti sér pólitískar rætur. Staðhæfði hún jafnframt að greiðslurnar hefðu ekki falið í sér neitt skattalegt hagræði. This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 This is harassment pure and simple. This ‘inquiry’ by NYC democrats is 100% motivated by politics, publicity and rage. They know very well that there’s nothing here and that there was no tax benefit whatsoever. These politicians are simply ruthless.https://t.co/4dQoDzQlRX— Ivanka Trump (@IvankaTrump) November 20, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira