Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 14:33 Flestir repúblikanar hafa annað hvort lýst stuðningi eða þagað um tilraunir Trump forseta til að breyta úrslitum kosninganna. Mitt Romney (á mynd) og Ben Sasse mótmæltu þeim þó með afgerandi hætti í gær. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira