Vara við fullyrðingum um að grímur virki ekki Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 15:07 Grímuklætt fólk á götum Santiago í Síle. Mörg ríki hafa innleitt grímuskyldu til að hefta útbreiðslu faraldursins en víða hafa hægriflokkar sérstaklega lagst gegn slíkum aðgerðum. Sumir þeirra gripu niðurstöður danskrar aðgerðar á lofti til að fullyrða að grímur nýtist ekki sem sóttvörn. Vísir/EPA Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira