Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 14:50 Starfsmenn kjörstjórnar í Milwaukee handtelja atkvæði í endurtalningu sem framboð Trump fór fram á. Á móti þeim sitja eftirlitsmenn sem fylgjast með talningunni. Fulltrúar Trump eru sagðir hafa hægt mjög á talningunni með aragrúa athugasemda og spurninga. AP/Nam Y. Huh Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38