Þjóðkirkjan og norræna módelið Skúli S. Ólafsson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun