Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir skrifa 24. nóvember 2020 12:34 Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun