Styttri vinnuvika – ekki bara fyrir fullorðna Berglind Robertson Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun