Til skoðunar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 12:26 Alþjóðaflug hefur dregist saman um 70% í Bandaríkjunum í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin íhugar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu til að létta undir með flugfélögum. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira