Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 15:49 Ísraelskri F-15 orrustuþotu flogið á loft frá Ovda flugstöðinni í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana. Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Forsvarsmönnum herafla Ísrael hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Bandaríkjanna á Íran, áður en Donald Trump lætur af embætti í janúar. Þetta hefur Axios eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael en tilefnið er ekki einhverjar sérstakar upplýsingar um mögulegar árásir á Íran, heldur það að Ísraelar telji að síðustu vikur Trumps í Hvíta húsinu verði mjög viðkvæmar. New York Times sagði frá því í síðustu viku að Trump hefði leitað til ráðgjafa sinna og starfsmanna um það hvort hann gæti gert árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuþróun ríkisins. Þær vangaveltur forsetans voru víst til komnar vegna skýrslu um birgðir Íran af auðguðu úrani, sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Samkvæmt New York Times voru ráðgjafar forsetans, þar á meðal Mike Pence varaforseti, Mike Pompeo utanríkisráðherra, Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra og Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ekki hlynntir því að gera árásir á Íran og vöruðu við því að slíkt gæti dregið Bandaríkin inn í mun umfangsmeiri átök og það í síðustu vikum forsetatíðar Trumps. Eiga mun meira úran en áður Mögulegar árásir myndu líklegast beinast gegn Natanz í Íran, þar sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sagði í áðurnefndri skýrslu að Íranir ættu nú um tólf sinnum meira af auðguðu úrani en þeir mættu eiga, samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svonefnda sem Trump rifti einhliða árið 2018. Samkomulagið var á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Axios segir að Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt tvisvar sinnum við Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael, á undanförnum tveimur vikum. Þar að auki mun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafa farið til Sádi-Arabíu á sunnduaginn og hitt þar fyrir Mohammed Bin Salman, krónprins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo var þá á ferð um Mið-Austurlönd og ræddi þar við þjóðarleiðtoga um Íran og á þeim tíma flugu Bandaríkin B-52 sprengjuþotum yfir svæðið og þótti það skýr skilaboð til Írana.
Ísrael Bandaríkin Íran Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira