Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:01 Guðmundur í leik gegn Montreal Impact á tímabilinu. Ira L. Black/Getty Images Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu
Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira