Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:03 Angus Campbell, æðsti herforingi ástralska hersins. Hann sagði frá því á dögunum að vísbendingar væru um einhverskonar hefð þar sem nýir sérsveitarmenn voru látnir skjóta óvopnaða fanga til bana í Afganistan. EPA/MICK TASIKAS Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn. Ástralía Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn.
Ástralía Afganistan Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira