Lélegur plástur á blæðandi sár Isabel Alejandra Díaz skrifar 27. nóvember 2020 09:30 Háskóli Íslands greindi frá því í byrjun mánaðarins að honum hafi borist um tvöfalt fleiri umsóknir í framhaldsnám á næsta vormisseri samanborið við síðasta ár. Þá fjölgaði stúdentum á þessu haustmisseri um rúmlega 2.000 samkvæmt nýjustu tölum háskólans. Þessi fjölgun er raunar viðbúin en hana má rekja til samfélagsástandsins og áherslu stjórnvalda á að menntakerfið sé lausnin við kreppunni. Í haust var nýtt námsátakkynnt til leiks sem ber heitið Nám er tækifæri og gerir einstaklingi sem hefur verið í atvinnuleit í 6 mánuði eða lengur kleift að fara í fullt nám án þess að missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Stúdentaráð lítur jákvæðum augum á að úrræðið stuðli að því að fólk snúi aftur í nám eða haldi áfram, enda spornar það gegn langtímaatvinnuleysi þessa hóps. Til viðbótar er það samfélaginu okkar til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið og auðgar mannflóruna innan háskólasamfélagsins. Aftur á móti má setja spurningamerki við það að téð úrræði sé ekki víðtækara og komi ekki til með að nýtast núverandi stúdentum, og sömuleiðis að ekkert annað úrræði sé sett á fót fyrir stúdenta, sem eins og aðrir hópar samfélagsins hafa orðið atvinnulausir og vilja stunda nám. Stúdentar hafa nefnilega verið að kalla eftir fjárhagslegu öryggi allt frá því að faraldurinn hófst og raunar löng áður. Þeim hefur hins vegar verið mætt með skammtímalausnum á borð við sumarstörfum sem voru aðeins til tveggja mánaða yfir mikilvægt þriggja mánaða tímabil og ekki sniðin að fjölbreyttum hópi framhalds- og háskólanema sem þau áttu að grípa. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta í námshléum hefur verið virt að vettugi jafnvel þó hún byggi meðal annars á þeirri staðreynd að af launum stúdenta sé greitt atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öðrum vinnandi landsmönnum. Nám er tækifæri vekur þó einnig undrun af öðrum ástæðum. Einstaklingur sem ákveður að nýta sér úrræðið getur verið á atvinnuleysisbótum í 6 mánuði og námi samhliða. Þegar þessum 6 mánuðum er lokið þarf viðkomandi að snúa sér að Menntasjóði námsmanna eftir fjárhagsaðstoð sé hann ekki kominn með öruggt starf, eða eins og stendur í lýsingunni gerir átakið ‘’þér kleift að halda áfram í námi með námsláni frá Menntasjóði námsmanna’’. Menntasjóðurinn er kerfið sem stjórnvöld vilja meina að sé bakland stúdenta og að meðal annars þess vegna sé ekki þörf á veita þeim rétt til atvinnuleysisbóta.Námslánakerfið hefur aftur á móti ekki náð að þjóna tilgangi sínum sem jöfnunartæki þó svo að það hafi verið farið í heildarendurskoðun á því, sem má réttilega furða sig á og gagnrýna í miðjum heimsfaraldri. Vegna þessa má segja að átakið Nám er tækifæri muni á endanum leiða til vítahringsins sem er valið á milli náms og vinnu, ef hana er að fá, eða hreinlega til gjárinnar sem stúdentar falla í vegna fjárhagslegs óöryggis. Staða stúdenta í íslensku menntakerfi er sú að mikill meirihluti þeirra vinnur meðfram námi. Samkvæmt fyrstu tölum EUROSTUDENT VII vinna 72% íslenskra stúdenta til þess að geta framfleytt sér. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn fé fyrir 3 mánaða tímabilið sem námslánakerfið lánar ekki fyrir og einnig komandi skólaár. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rúmlega tvöfaldast og fjöldi starfandi einstaklinga dregist saman um 14.5%. Atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar frá 13. nóvember sýna einnig að rúm 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára. Þá skal taka fram að stúdentar eru ekki taldir með í þessum tölum þar sem þeir eru ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að þeir eru undanskildir atvinnuleysistryggingakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda í þágu stúdenta í gegnum faraldurinn hafa ekki verið miðaðar að þeim stóra hópi sem stúdentar mynda og geta ekki talist sem haldbærar lausnir til lengri tíma. Megináhersla er lögð á að menntun leiði þjóðina út úr þessari kreppu en það er ekki geranlegt nema að aðrar ráðstafanir séu til staðar, þannig að núverandi stúdentar og aðrir sem nú íhuga að snúa aftur í nám hafi tækifæri að sækja í að námi loknu. Langtímalausnir fyrir allan stúdentahópinn eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að afleiðingar atvinnuleysis hafi frekari neikvæð áhrif. Stúdentum þarf þegar í stað að veita viðunandi kjör til frambúðar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands greindi frá því í byrjun mánaðarins að honum hafi borist um tvöfalt fleiri umsóknir í framhaldsnám á næsta vormisseri samanborið við síðasta ár. Þá fjölgaði stúdentum á þessu haustmisseri um rúmlega 2.000 samkvæmt nýjustu tölum háskólans. Þessi fjölgun er raunar viðbúin en hana má rekja til samfélagsástandsins og áherslu stjórnvalda á að menntakerfið sé lausnin við kreppunni. Í haust var nýtt námsátakkynnt til leiks sem ber heitið Nám er tækifæri og gerir einstaklingi sem hefur verið í atvinnuleit í 6 mánuði eða lengur kleift að fara í fullt nám án þess að missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Stúdentaráð lítur jákvæðum augum á að úrræðið stuðli að því að fólk snúi aftur í nám eða haldi áfram, enda spornar það gegn langtímaatvinnuleysi þessa hóps. Til viðbótar er það samfélaginu okkar til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið og auðgar mannflóruna innan háskólasamfélagsins. Aftur á móti má setja spurningamerki við það að téð úrræði sé ekki víðtækara og komi ekki til með að nýtast núverandi stúdentum, og sömuleiðis að ekkert annað úrræði sé sett á fót fyrir stúdenta, sem eins og aðrir hópar samfélagsins hafa orðið atvinnulausir og vilja stunda nám. Stúdentar hafa nefnilega verið að kalla eftir fjárhagslegu öryggi allt frá því að faraldurinn hófst og raunar löng áður. Þeim hefur hins vegar verið mætt með skammtímalausnum á borð við sumarstörfum sem voru aðeins til tveggja mánaða yfir mikilvægt þriggja mánaða tímabil og ekki sniðin að fjölbreyttum hópi framhalds- og háskólanema sem þau áttu að grípa. Atvinnuleysisbótakrafa stúdenta í námshléum hefur verið virt að vettugi jafnvel þó hún byggi meðal annars á þeirri staðreynd að af launum stúdenta sé greitt atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öðrum vinnandi landsmönnum. Nám er tækifæri vekur þó einnig undrun af öðrum ástæðum. Einstaklingur sem ákveður að nýta sér úrræðið getur verið á atvinnuleysisbótum í 6 mánuði og námi samhliða. Þegar þessum 6 mánuðum er lokið þarf viðkomandi að snúa sér að Menntasjóði námsmanna eftir fjárhagsaðstoð sé hann ekki kominn með öruggt starf, eða eins og stendur í lýsingunni gerir átakið ‘’þér kleift að halda áfram í námi með námsláni frá Menntasjóði námsmanna’’. Menntasjóðurinn er kerfið sem stjórnvöld vilja meina að sé bakland stúdenta og að meðal annars þess vegna sé ekki þörf á veita þeim rétt til atvinnuleysisbóta.Námslánakerfið hefur aftur á móti ekki náð að þjóna tilgangi sínum sem jöfnunartæki þó svo að það hafi verið farið í heildarendurskoðun á því, sem má réttilega furða sig á og gagnrýna í miðjum heimsfaraldri. Vegna þessa má segja að átakið Nám er tækifæri muni á endanum leiða til vítahringsins sem er valið á milli náms og vinnu, ef hana er að fá, eða hreinlega til gjárinnar sem stúdentar falla í vegna fjárhagslegs óöryggis. Staða stúdenta í íslensku menntakerfi er sú að mikill meirihluti þeirra vinnur meðfram námi. Samkvæmt fyrstu tölum EUROSTUDENT VII vinna 72% íslenskra stúdenta til þess að geta framfleytt sér. Þeir vinna yfirleitt allt árið um kring og nýta einna helst sumarið til þess að vinna sér inn fé fyrir 3 mánaða tímabilið sem námslánakerfið lánar ekki fyrir og einnig komandi skólaár. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rúmlega tvöfaldast og fjöldi starfandi einstaklinga dregist saman um 14.5%. Atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunar frá 13. nóvember sýna einnig að rúm 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára. Þá skal taka fram að stúdentar eru ekki taldir með í þessum tölum þar sem þeir eru ekki á atvinnuleysisskrá vegna þess að þeir eru undanskildir atvinnuleysistryggingakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda í þágu stúdenta í gegnum faraldurinn hafa ekki verið miðaðar að þeim stóra hópi sem stúdentar mynda og geta ekki talist sem haldbærar lausnir til lengri tíma. Megináhersla er lögð á að menntun leiði þjóðina út úr þessari kreppu en það er ekki geranlegt nema að aðrar ráðstafanir séu til staðar, þannig að núverandi stúdentar og aðrir sem nú íhuga að snúa aftur í nám hafi tækifæri að sækja í að námi loknu. Langtímalausnir fyrir allan stúdentahópinn eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að afleiðingar atvinnuleysis hafi frekari neikvæð áhrif. Stúdentum þarf þegar í stað að veita viðunandi kjör til frambúðar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar