Tóku myndir af sér brosandi við lík Maradonas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 13:30 Kista Diegos Maradona var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres. EPA-EFE/PRESIDENCY OF ARGENTINA Argentínumenn eru æfir vegna afar ósmekklegra mynda sem voru teknar við lík Diegos Maradona. Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu. Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu.
Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00
Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00