Í þættinum Um land allt kemur fram að Garðmenn telja sig vita nokkurn veginn út frá lýsingum sjónarvotta og skipverja sem björguðust hvar staðurinn er. Samt hefur flakið ekki fundist.
„Þetta er bara óskiljanlegt,“ segir Ásgeir.

Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja og þar má enn sjá móta fyrir flugbrautinni.
Byggðasafn Garðsins er núna í útihúsunum á Garðskaga sem áður tilheyrðu búi vitavarðarins. Þar fræðir Hörður Gíslason frá Sólbakka okkur um einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar frá Garðsstöðum, Guðna á trukknum, og þar er auðvitað trukkurinn hans Guðna.

Alþýðukona fær sérstakan heiðurssess í húsinu Sjólyst í Gerðum. Verið er að gera upp húsið til minningar um Unu Guðmundsdóttur, sem þar bjó. Hún var kölluð Völva Suðurnesja í bókartitli um ævi hennar og talin búa yfir dulrænum hæfileikum.
Þátturinn um Garð er endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 15.05. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum:
Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum