„Blóðug sóun“ Landspítalans Sigrún Jónsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:30 Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér .
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun