Tevez heiðraði Maradona með því að fagna alveg eins og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 14:31 Carlos Tevez fagnar markinu sínu í gömlu Boca Juniors treyjunni hans Diego Maradona. Getty/Silvio Avila Carlos Tevez fór sömu leið og Lionel Messi þegar hann fagnaði marki í fyrsta leik sínum eftir fráfall landa þeirra Diego Armando Maradona. Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu. Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu.
Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32