Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 18:26 Joe Biden, sem tekur við embætti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, hefur lýst yfir áhuga um að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran. Getty/Mark Makela Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent. Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent.
Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00