Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Kári Gautason skrifar 4. desember 2020 17:01 Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Kári Gautason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun