Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2020 21:11 Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Hrefnu, með reyktan regnbogasilung úr eldiskvíum í Önundarfirði. Egill Aðalsteinsson Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46