Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 09:00 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er ekki lengur í náðinni hjá Trump. AP/Jeff Roberson William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49
Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35