Umhverfisráðherra lokar hálendinu Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 7. desember 2020 09:10 Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfisráðherra lagt fram frumvarp sitt um Hálendisþjóðgarð sem tekur til stofnunar þjóðgarðs á hálendi Íslands, á landsvæði sem er sameign þjóðarinnar. Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð. Orkuskiptum og orkuöryggi Íslands ógnað Önnur lönd leggja mikið upp úr því að tryggja orkuöryggi þegna sinna og að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir nægilegri orku til að svara eftirspurn á hverjum tíma. Búast má við því að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland ? Hafa ber i huga að landið okkar býr í raun yfir takmörkuðum orkuauðlindum, sér í lagi þegar um er að ræða vatnsföll og háhitasvæði. Það er því auðvelt, ef við ekki gætum okkar, að ganga hratt á möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfbær til framtíðar hvað varðar orkuöflun fyrir samfélagið. Það er því mikið áhyggjuefni að það eigi að taka svona stóra ákvörðun sem Hálendisþjóðgarður er, án þess að hugað sé að framtíðar orkuþörf og orkuöryggi þjóðarinnar. Þarf að ganga svona langt? Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar séu flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verðmætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum, þar með talið orkuauðlinda. Ísland er þekkt um allan heim fyrir árangur sinn á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Hvers vegna ætti Hálendisþjóðgarður ekki að endurspegla þetta sérkenni þjóðarinnar og vera fyrirmynd um hversu vel græn orkuframleiðsla og náttúruvernd geta farið saman ? Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum. Með frumvarpinu er gengið á rétt útivistarfólks og má segja að enginn hópur nýti sér hálendið meira en vélsleða, göngu, skíða og jeppafólk. Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á áður nefnda hópa þar sem mikil þekking og reynsla býr. Þessi hópur á rétt á sama aðgengi og aðkomu og náttúruverndarfólk að hálendi Íslands. Enn fremur mun þetta hamla því að hægt sé að viðhalda og styrkja innviði, bæði vegi og flutnings- og dreifikerfin sem nú eru innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, þar með talið byggðarlínuna, sem hefur það hlutverk að tryggja öllum landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur sett ýmsa fyrirvara við frumvarp umhverfisráðherra, sem snúa m.a. að stærðarafmörkun þjóðgarðsins, valdsviði umdæmisráða, réttindi til nytjar, samgöngum innan og í gegnum garðinn og möguleikum til framtíðar orkunýtingar. Það er afar mikilvægt að vanda til verka þegar um svona stórt mál er að ræða. Virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu svo ekki sé minnst á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Við skulum vona að ráðherra doki við. Hugsi sinn gang og endurskoði frumvarp sitt. Geri tilraun til að ná sátt um það meðal þjóðarinnar. Því hálendið er eign okkar allra. Það er réttmætt og eðlilegt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofangreint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðarkynslóðir Íslendinga í huga. Höfundur er stjórnarformaður Norðurorku og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun