Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2020 21:42 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent